Notum smárablöndur―það borgar sig

Öll greinin (pdf) 

 
Sýnt hefur verið fram á að fjölbreytt gróðurfar túna geti leitt til meiri heyfengs en séu tegundir ræktaðar í hreinrækt. Lykilatriði er þó að velja saman tegundir sem búa yfir mismunandi eiginleikum og að hlutdeild þeirra í blöndunni haldist nokkuð stöðug en sveiflist ekki of mikið til milli ára. Hér skoðum við uppskeru á fjögurra ára tímabili í tilraunareitum sem í var sáð ýmist hreinum tegundum eða mismunandi blöndum af vallarfoxgrasi (Phleum pratense) (er fljótt til), hávingli (Festuca pratensis) (seint til), rauðsmára (Trifolium pratense) (fljótt til) og hvítsmára (Trifolium repens) (seint til), við þrjá mismunandi niturskammta (20, 70 og 220 kg N ha-1). Blöndur gáfu almennt meiri upp­skeru en tegundirnar hver um sig í hreinrækt, óháð nituráburðarskammti, auk þess sem þær vörðust illgresi betur og uppskeran var stöðugri þar sem tegundirnar bættu hver aðra upp. Tilraun þessi sýnir að með því að velja af kostgæfni tegundir sem geta bætt hver aðra upp, má fá bæði meiri og stöðugri heyfeng af túnum um árabil en ef eingöngu er sáð hreinum tegundum. Sé smári í blöndunni getur hún jafnvel gefið meiri uppskeru við 70 N en hreint gras við 220 N. Með því að nýta okkur kosti belgjurta­blandna getum við sparað bæði ræktarland og aðföng í stað þess að rækta eingöngu vallarfoxgras eins og algengast er meðal bænda hér á landi.

Þórey Ólöf Gylfadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Áslaug Helgadóttir 2014. Notum smárablöndur―það borgar sig. Skrína 1: 1.  http://www.skrina.is/Skrina_2014_grein_1

Ár: 
2014
Höfundur: 
Þórey Ólöf Gylfadóttir
Þórdís Anna Kristjánsdóttir
Áslaug Helgadóttir
Útgáfa: 
Skrína, 1. árgangur, 1. grein