Kortlagning sem liður í endurheimt vistkerfa

Öll greinin (pdf)

Áður en hafist er handa við endurheimt vistkerfa er mikilvægt að meta ástand lands á viðkomandi svæði og leggja mat á þætti sem hamla framvindu. Landgræðsla ríkisins hefur þróað aðferðafræði til að meta og kortleggja ástand vistkerfa áður en hafist er handa við endurheimt þeirra. Kortlagningin byggir á því að geta lesið og skilið þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur um ástand þess. Í greininni er gerð grein fyrir helstu þáttum sem metnir eru í slíkri kortlagningu, s.s. gróðurfari, yfirborðsgerð og jarðvegsrofi og hvernig samspil þessara þátta segir til um ástand gróðurs, eiginleika jarðvegs og það hversu stöðugt yfirborðið er. Þessir þættir hafa áhrif á val uppgræðsluaðgerða. Landgræðslan hefur notað slíka kortlagningu bæði til að meta svæði áður en hafist er handa við endurheimt vistkerfa og til að endurkortleggja svæði til að meta árangur uppgræðsluaðgerða.

Elín Fjóla Þórarinsdóttir 2014. Kortlagning sem liður í endurheimt vistkerfa. Skrína 1: 5.   http://www.skrina.is/Skrina_2014_grein_5

Ár: 
2014
Höfundur: 
Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Útgáfa: 
Skrína, 1. árgangur, 5. grein