Landsýn


Landsýn — vísindaþing landbúnaðarins 2014


var haldið föstudaginn 7. mars á Hvanneyri. Yfir 140 manns tóku þátt í þinginu, sem þótti takast vel

Haldin voru 30 erindi í fjórum málstofum: 

  •  Landlæsi / Skógrækt á rofnu landi 
  •  Velferð dýra
  •  Ferðamál og dýr – landbúnaðartengd ferðaþjónusta

Einnig var veggspjaldasýning þar sem kynnt voru 24 veggspjöld.  Endurheimt mólendis á húnvetnsku heiðunum – hlutverk mosa eftir Ágústu Helgadóttur, Kristínu Svavarsdóttur, Rannveig Guicharnaud og Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur, var valið besta veggspjaldið og Samræmi dóma og hreyfigreininga á tölti og skeiði íslenskra hrossa eftir Gunnar Reynisson, Ágúst Sigurðsson og Lars Roepstorff var valið fallegasta/frumlegasta veggspjaldið.

Hér má nálgast dagskrá þingsins (pdf útgáfa) og ágrip erinda og veggspjalda.

 

Birting greina
Höfundar erinda og veggspjalda á Landsýn eru hvattir til að senda inn greinar til birtingar í Skrínu, sem er nýtt vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar og umhverfisvísinda. Fyrirhugað er að gefa út sérhefti Skrínu merkt Landsýn 2014, og er því ætlað að koma í stað bókarinnar sem gefin var út í tengslum við Fræðaþing landbúnaðarins á sínum tíma. Allar greinar tengdar efni Landsýnar 2014, sem skilað er inn fyrir 1. apríl nk. munu tilheyra þessu sérhefti. Einnig er tekið við almennum greinum í Skrínu allan ársins hring. Leiðbeiningar fyrir höfunda greina í Skrínu er að finna hér. Greinar sem birtast í Skrínu verða jafnframt settar inn á Greinasafn landbúnaðarins.

Að LANDSÝN 2014 stóðu Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælastofnun, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun